Körfubolti

Ljóst hvaða lið mætast í umspili um sæti í Domino's deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Miðherjinn hávaxni Tryggvi Snær Hlinason fær að spreyta í Domino's deildinni á næsta tímabili.
Miðherjinn hávaxni Tryggvi Snær Hlinason fær að spreyta í Domino's deildinni á næsta tímabili. vísir/stefán

Lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld.

Þór Akureyri var þegar búinn að tryggja sér sigur í deildinni en þeir fengu bikarinn afhentan eftir öruggan sigur á ÍA, 107-74, fyrir norðan.

Skagamenn enduðu í 5. sæti deildarinnar og fara því í umspil um sæti í Domino's deildinni. Þar mætir ÍA Fjölni sem vann fjögurra stiga sigur, 89-85, á Skallagrími á heimavelli í kvöld.

Borgnesingar enduðu í 4. sæti og mæta liðinu í 3. sætinu, Val, í umspilinu. Valsmenn unnu Breiðablik í kvöld, 107-95.

Þá féll Ármann niður í 2. deild eftir 16 stiga tap, 67-83, fyrir KFÍ í hreinum úrslitaleik um hvort liðið myndi fylgja Reyni Sandgerði niður um deild.

Umspil um sæti í Domino's deildinni:
Fjölnir (2.) - ÍA (5.)
Valur (3.) - Skallagrímur (4.)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira