Handbolti

Björgvin Páll lokaði markinu gegn Hannover Burgdorf

Björgvin Páll var frábær í dag.
Björgvin Páll var frábær í dag. vísir/afp

Bergrischer vann góðan þriggja marka sigur, 24-21, á Hannover Burgdorf í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Íslendingarnir voru að gera flotta hluti í leiknum.

Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik og staðan var 9-7 í hálfleik, Bergrischer í vil, en Bergrischer vann að lokum þriggja marka sigur, 24-21.

Rúnar Kárason skoraði sex mörk fyrir Hannover, en Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt fyrir Bergrischer. Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í markinu og var með um 45% markvörslu.

Bergrischer kom sér upp úr fallsæti og rúmlega það með sigrinum, en Hannover situr um miðja deild.

Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði eitt mark þegar Eisenach steinlá fyrir Leipzig, 34-25. Ólafur skaut tveimur skotum að markinu, en Eisenach er í sextánda sætinu.Fleiri fréttir

Sjá meira