Innlent

Segist ekki þekkja framsóknarmann sem treysti Vilhjálmi

Samúel Karl Ólason skrifar
Matthías Imsland og Vilhjálmur Bjarnason.
Matthías Imsland og Vilhjálmur Bjarnason. Vísir

Matthías Imsland, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, segist ekki þekkja nokkurn framsóknarmann sem beri traust til Vilhjálms Bjarnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Það sé „eiginlega pínu fyndið“ að í hvert skipti sem Vilhjálmur gagnrýnir Framsóknarflokkinn, sé því slegið upp af fjölmiðlum.

Þetta segir Imsland á Facebook síðu sinni þar sem hann deilir frétt Stöðvar 2 frá því í kvöld. Vilhjálmur sagði í fréttum Stöðvar 2 að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um eignarhald eiginkonu sinnar á félagi á Jómfrúreyjum sem lýsti kröfum í slitabú föllnu bankanna.

Sjá einnig: Stjórnarþingmaður segir Wintris-málið rýra traust milli stjórnarflokkanna

„Samkvæmt mínum upplýsingum þá á hann þessar eignir sem um er að ræða á þessum tíma sem þær verða verðlausar. Hann skráir sig frá þessu árið 2009 samkvæmt mínum upplýsingum. Svo er það þannig að hjónabandið er nú sameignarfélag með sameiginlegri ábyrgð,“ sagði Vilhjálmur.

„Skráning eigna er nú nánast aukaatriði í þessu máli. Nú er ég ekki að segja það að niðurstaða uppgjörs á svokölluðum þrotabúum bankanna hefði orðið eitthvað öðruvísi. Það er hins vegar við þær aðstæður sem við búum við í landinu í dag þá vantar traust. Menn vilja að hagsmunir komi fram“


Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira