Enski boltinn

Carrick veit ekki hvort hann verði leikmaður United næsta vetur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Michael Carrick er varafyrirliði Manchester United.
Michael Carrick er varafyrirliði Manchester United. vísir/getty

Michael Carrick, miðjumaður Manchester United, veit ekki hvort hann verði leikmaður liðsins á næstu leiktíð.

Samningur þessa 34 ára gamla leikmanns, sem kom til United frá Tottenham fyrir áratug síðan, rennur út í sumar og ekkert hefur verið rætt við hann um nýjan samning.

„Ef ég á að vera heiðarlegur veit ég ekki neitt. Það eru engar nýjar fréttir. Ég hef ekki heyrt í neinum þannig ég get ekkert sagt á þessu stigi málsins,“ sagði Carrick við fréttamenn eftir sigurinn á Arsenal á sunnudaginn.

Michael Carrick hóf ferilinn með West Ham áður en hann gekk í raðir Tottenham 2004 þar sem hann var í tvö ár. Hann var svo keyptur til Manchester United sumarið 2006 og vann ensku úrvalsdeildina á fyrsta tímabili.

Carrick hefur unnið deildina fimm sinnum með United og og Meistaradeildina einu sinni. Aðeins Wayne Rooney hefur verið lengur hjá Manchester United en Carrick, en enski landsliðsfyrirliðinn kom tveimur árum fyrr.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira