Sport

Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 196

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Í aðdraganda allra stórkvölda býr UFC til upphitunarþætti sem sambandið kallar Embedded.

Á laugardag fer fram risakvöld í UFC, UFC 196, þar sem Conor McGregor mætir Nate Diaz og svo ver Holly Holm titil sinn í bantamvigt gegn Miesha Tate.

Í fyrsta upphitunarþættinum er fylgst með Conor æfa hjá Ido Portal sem kom inn í þjálfarateymi hans fyrir síðasta bardaga. Í för er einnig bardagakappinn Artem Lobov.

Einnig er kíkt á Holly og Tate í þættinum sem má sjá hér að ofan. Nate Diaz kemur væntanlega við sögu í þætti morgundagsins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira