Innlent

Gefa ekki upp hvort að hælisleitandi sem hótaði að kveikja í sér hafi fengið hér hæli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Útlendingastofnun fer með málefni hælisleitenda hér á landi.
Útlendingastofnun fer með málefni hælisleitenda hér á landi. Vísir/Stefán

Hælisleitandi sem hótaði að kveikja í sér við verkefnamiðstöð fyrir hælisleitendur að Arnarholti á Kjalarnesi sótti um hæli hér í janúar síðastliðnum og hefur Útlendingastofnun þegar afgreitt umsókn hans. Ástæðan fyrir hótun mannsins var óánægja hans með afgreiðslu mála hjá yfirvöldum.

Málsmeðferðin tók sex vikur að því er segir í tilkynningu sem stofnunin hefur sent frá sér en í henni kemur hvergi fram hvort að viðkomandi hafi fengið hæli hér á landi eða ekki. Í samtali við fréttastofu neitaði svo Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar, að gefa upp hverjar málalyktir hefðu verið.

Sjá einnig: Hótaði að kveikja í sér við verkefnamiðstöð fyrir hælisleitendur

Í tilkynningunni kemur fram að þegar hælisleitendur hóti „að skaða sjálfa sig eða sýna af sér sjálfskaðandi hegðun leggur Útlendingastofnun áherslu á að tryggja þeim viðeigandi aðstoð og ráðgjöf. Allt kapp er lagt á að veita aðstoð og liðsinni í samræmi við óskir og þarfir viðkomandi.“

Þá segir jafnframt að allt kapp sé lagt á að veita viðkomandi aðstoð og liðsinni í samræmi við óskir hans og þarfir.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira