Innlent

Mottumars hófst í varðskipinu Þór

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fulltrúar frá Krabbameinsfélaginu og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi auk fulltrúa ýmissa félagasamtaka fengu heimboð í varðskipið Þór á Faxaflóa í dag í tilefni Mottumars.
Fulltrúar frá Krabbameinsfélaginu og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi auk fulltrúa ýmissa félagasamtaka fengu heimboð í varðskipið Þór á Faxaflóa í dag í tilefni Mottumars. vísir/anton brink
Mottumars, árvekni-og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum, hófst í dag og það í tíunda sinn. Fulltrúar frá Krabbameinsfélaginu og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi auk fulltrúa ýmissa félagasamtaka fengu heimboð í varðskipið Þór á Faxaflóa í dag í tilefni Mottumars.

Áhafnir skipa SFS og félagar í klúbbum sem eru að stærstum hluta karlmenn fengu afhent björgunarbox Krabbameinsfélagsins og SFS en í því eru meðal annars ný fræðslumyndbönd um einkenni, orsakir, greiningu og meðferð krabbameins í blöðruhálskirtli.

Skilaboð Mottumars í ár eru að hvetja karlmenn til að vera vakandi fyrir einkennum krabbameins í blöðruhálskirtli. Kjörorð herferðarinnar eru „Ekki farast úr karlmennsku. Lærðu að þekkja einkennin. Það er ekkert mál.“ Skilaboðunum er ætlað að vekja karlmenn til umhugsunar um að huga vel að eigin heilsu, hlusta á líkamann og harka ekki allt af sér heldur leita aðstoðar láti einkenni á sér kræla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×