Innlent

Blöskraði ummæli netverja sem gagnrýndu Pírata fyrir að leita til vinnustaðasálfræðings

Birgir Olgeirsson skrifar
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.

Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmanni Pírata, blöskraði ummæli sem voru látin falla um þingmenn Pírata eftir að þeir ákváðu að leysa úr deilum sínum með aðstoð vinnustaðasálfræðings. Ásta Guðrún segir frá þessu á Facebook-síðu sinni en hún skipar þingflokk Pírata ásamt Birgittu Jónsdóttur og Helga Hrafni Gunnarssyni.

Hún líkir erfiðleikum Pírata við fótbrot, en langflestir sem lenda í slíku óhappi leita til læknis. „Þá er manni gefið verkjastillandi, tekinn í röntgen og eftir það er maður settur í gifs. Eftir það taka við nokkrar vikur, jafnvel mánuðir þar sem sárið fær að gróa,“ segir Ásta. Hún bendir á að þeir sem fótbrotna er sjaldnast gagnrýndir fyrir að leita læknis, fá verkjastillandi, vera í gifsi eða að þurfa kannski að taka því rólega eða fara í endurhæfingu.

Því má að hennar mati segja að þingflokkur Pírata hafi fótbrotnað.

„Við komumst að því að þær stoðir sem við höfðum voru að valda okkur sársauka, þær voru brotnar og bognar. En það er í lagi, við settumst niður og ákváðum að fá sérfræðing til þess að hjálpa okkur að takast á við þær aðstæður sem höfðu skapast til þess að við getum orðið betri þingmenn, betri samstarfsmenn og betri manneskjur,“ skrifar Ásta Guðrún.

Henni blöskraði því nokkur ummælanna sem voru látnar falla í íslenskum kommentakerfum vegna frétta sem fluttar voru af þessari leið sem þingflokkur Pírata fór til að leysa úr ágreiningi sínum.

„Það eru fleiri stoðir sem halda manni uppi heldur en fæturnir einir, og það þarf að huga að þeim, ef þær brotna eða bogna,“ skrifar Ásta. Hún segir það aldrei vera feimnismál að leita sér hjálpar, ef sú hjálp er sú sem viðkomandi þarf á að halda, hvort sem er frá sálfræðingi eða lækni á bráðamóttöku, þá sé það sjálfsagt mál.  

„Það er ekki slæmt, það er ekki vandræðalegt eða eitthvað sem sýnir að við séum ekki starfi okkar vaxin. Það er bara eins og það er, og það er ekki tabú.

Þegar maður fótbrotnar þá fer maður til læknis. Þá er manni gefið verkjastillandi, tekinn í röntgen og eftir það þá er...

Posted by Ásta Guðrún Helgadóttir on Tuesday, March 1, 2016

Tengdar fréttir

Hefur ekki áhyggjur af klofningi í röðum Pírata

Mjög skiptar skoðanir eru meðal pírata um hvort samþykkja eigi tillögur að breytingar á stjórnarskrá, þrátt fyrir að þær gangi ekki nógu langt að þeirra mati. Þingmaður pírata hefur þó ekki áhyggjur af því að málið kljúfi stærsta flokk landsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira