Innlent

Vantar stefnu um sjókvíaeldi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ísfirðingar vilja vald við strendur.
Ísfirðingar vilja vald við strendur. Visir/Pjetur
„Nefndin telur afleitt að enga stefnumörkun stjórnvalda er að finna um sjókvíaeldi á Vestfjörðum, fremur en annars staðar,“ segir í bókun skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðar.

„Sérstaklega er þetta slæmt í ljósi þess að sveitarfélögin hafa ekki skipulagsvald yfir aðliggjandi strandsvæðum, fjörðum og flóum. Að frumkvæði sveitarfélaga á Vestfjörðum og Fjórðungssambands var unnin nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð og í þessu tilfelli hefði slík áætlun verið til mikilla bóta,“ bókaði nefndin sem kvað æskilegt að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að einni sjómílu frá grunnlínu.

Bókunin var gerð vegna mats­áætlunar fyrir sjókvíaeldi Háafells í Ísafjarðadjúpi sem nefndin gerði ekki athugasemdir við. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×