Innlent

Vantar stefnu um sjókvíaeldi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ísfirðingar vilja vald við strendur.
Ísfirðingar vilja vald við strendur. Visir/Pjetur

„Nefndin telur afleitt að enga stefnumörkun stjórnvalda er að finna um sjókvíaeldi á Vestfjörðum, fremur en annars staðar,“ segir í bókun skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðar.

„Sérstaklega er þetta slæmt í ljósi þess að sveitarfélögin hafa ekki skipulagsvald yfir aðliggjandi strandsvæðum, fjörðum og flóum. Að frumkvæði sveitarfélaga á Vestfjörðum og Fjórðungssambands var unnin nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð og í þessu tilfelli hefði slík áætlun verið til mikilla bóta,“ bókaði nefndin sem kvað æskilegt að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að einni sjómílu frá grunnlínu.

Bókunin var gerð vegna mats­áætlunar fyrir sjókvíaeldi Háafells í Ísafjarðadjúpi sem nefndin gerði ekki athugasemdir við. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira