Innlent

Togararall í þrjár vikur

Svavar Hávarðsson skrifar
Bæði rannsóknaskip Hafró taka þátt í rallinu auk tveggja togara.
Bæði rannsóknaskip Hafró taka þátt í rallinu auk tveggja togara. Vísir/pjetur
Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum, svokallað togararall, er hafin og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Fjögur skip taka þátt í verkefninu; togararnir Ljósafell SU og Bjartur NK og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson. Alls verður togað á um 600 stöðvum á 20-500 m dýpi umhverfis landið.

Mælingin hefur verið framkvæmd með sambærilegum hætti á hverju ári síðan 1985. Helstu markmið eru að fylgjast með breytingum á stofnstærðum, aldurssamsetningu, fæðu, ástandi og útbreiðslu botnfisktegunda við landið. Einnig verður sýnum safnað vegna ýmissa rannsókna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×