Innlent

Refur reis upp frá dauðum í rútu á leið til Reykjavíkur

Mynd/ GVA.

Hópferðabílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu upp úr klukkan fjögur í nótt, þar sem hann væri með lifandi ref í lestinni, eða farangursrýminu, og vissi ekki til hvaða ráða skyldi grípa.

Forsagan er sú, eð hann ók á refinn í Kömbunum, á leið sinni til Reykjavíkur, en taldi hann dauðann og setti hann í poka, sem hann setti í lestina.

En þegar komið var á áfangastað í Reykjavík, reyndist rebbi sprell lifandi, líkt og hann væri gengin aftur, og kominn úr pokanum. Ekki segir í skeyti lögreglu hvernig hún brást við eða hvað varð um refinn, sem líklegast hefur verið aflífaður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira