Sport

Jones og Cormier skjóta fast hvor á annan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður að viðurkennast að þessi mynd hjá Jones er nokkuð fyndin.
Það verður að viðurkennast að þessi mynd hjá Jones er nokkuð fyndin.
Myndvinnsluforritið photoshop er í aðalhlutverki í stríði þeirra Daniel Cormer og Jon Jones.

Báðir birtu þeir myndir á Instagram í gær sem búið var að eiga við.

Jones byrjaði á því að birta mynd þar sem búið var að skipta Cormier út fyrir Al Powell úr Die Hard-myndinni. Sá ágæti leikari heitir Reginald VelJohnson og lék einnig löggu í þáttunum Family Matters.

Margir hlógu en ekki Cormier. Hann svaraði með frekar ósmekklegri mynd þar sem Jones var stillt upp eins og eiturlyfjaneytanda. Myndin sem Jones var settur inn í er af karakter sem heitir Tyrone Biggums og Dave Chapelle gerði ódauðlegan á sínum tíma.

Cormier sá síðar að sér og henti myndinni út af Instagram. Hann sagðist hafa fengið fjölda svona mynda frá aðdáendum til að svara Jones.

Þeir gera síðan út um málin í búrinu þann 23. apríl en þá verður bardagi þeirra um léttþungavigtarbeltið aðalnúmerið á UFC 197.

Svona svaraði Cormier fyrir sig. Þessi mynd var ekki lengi á Instagram-síðunni hans en netið gleymir engu.
MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×