Sport

Dæmdur í 30 leikja bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aroldis Chapman.
Aroldis Chapman. vísir/getty

Kastari New York Yankees, Aroldis Chapman, mun missa af fyrstu 30 leikjum Yankees á næstu leiktíð.

Deildin var að dæma hann í þetta langa bann og það án launa. Hann verður af rúmlega 220 milljónum króna á meðan hann bíður eftir að fá að spila.

Bannið fær Chapman fyrir að skjóta af riffli í bílskúr sínum í Flórída. Hann var einnig ásakaður um að hafa reynt að kyrkja kærustu sína en því neitar kastarinn.

Chapman ætlar ekki að áfrýja banninu. Hann nær alveg nokkrum leikjum á næsta tímabili enda er tímabilið 162 leikir.

„Ég vil taka það skýrt fram að ég meiddi kærustuna mína ekki á nokkurn hátt. Engu að síður hefði dómgreind mín í öðrum málum átt að vera betri og ég biðst afsökunar á því,“ sagði Chapman í yfirlýsingu.
Fleiri fréttir

Sjá meira