Fótbolti

Real Madrid aftur á sigurbraut

Ronaldo skorar af vítapunktinum í kvöld.
Ronaldo skorar af vítapunktinum í kvöld. Vísir/Getty

Real Madrid komst aftur á sigurbraut með 3-1 sigri á Levante í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en Real tapaði fyrir grönnum sínum í Atletico í síðustu umferð.

Cristiano Ronaldo kom Madrídarliðinu yfir á 34. mínútu af vítapunktinum og Diego Marino tvöfaldaði forystuna fyrir Real með sjálfsmarki.

Deyverson minnkaði muninn fyrir heimamenn í Levante sex mínútum fyrir leikhlé og Real 2-1 þegar Ricardo De Burgos flautaði til leikhlés.

Í síðari hálfleik leit aðeins eitt mark dagsins ljós, en það gerði Isco í uppbótartíma eftir undirbúning Cristiano Ronaldo. Lokatölur 3-1.

Eftir sigurinn er Real níu stigum á eftir Barcelona sem situr á toppi deildarinnar með 66 stig, en Real er í þriðja sætinu með 57 stig. Atletico er í öðru sætinu með 61 stig. Levante er á botni deildarinnar - sex stigum frá öruggu sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira