Fótbolti

Real Madrid aftur á sigurbraut

Ronaldo skorar af vítapunktinum í kvöld.
Ronaldo skorar af vítapunktinum í kvöld. Vísir/Getty

Real Madrid komst aftur á sigurbraut með 3-1 sigri á Levante í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en Real tapaði fyrir grönnum sínum í Atletico í síðustu umferð.

Cristiano Ronaldo kom Madrídarliðinu yfir á 34. mínútu af vítapunktinum og Diego Marino tvöfaldaði forystuna fyrir Real með sjálfsmarki.

Deyverson minnkaði muninn fyrir heimamenn í Levante sex mínútum fyrir leikhlé og Real 2-1 þegar Ricardo De Burgos flautaði til leikhlés.

Í síðari hálfleik leit aðeins eitt mark dagsins ljós, en það gerði Isco í uppbótartíma eftir undirbúning Cristiano Ronaldo. Lokatölur 3-1.

Eftir sigurinn er Real níu stigum á eftir Barcelona sem situr á toppi deildarinnar með 66 stig, en Real er í þriðja sætinu með 57 stig. Atletico er í öðru sætinu með 61 stig. Levante er á botni deildarinnar - sex stigum frá öruggu sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira