Innlent

Erjur hafa engin áhrif á fylgi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir í þingsal.
Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir í þingsal. vísir/vilhelm
Erjur innan þingflokks Pírata virðast ekki hafa haft áhrif á vinsældir flokksins. Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup mælist flokkurinn enn sá stærsti en 35,9 prósent styðja flokkinns. Þetta er næstmesta fylgi sem Píratar hafa hlotið hjá Gallup. Fyrst var greint frá niðurstöðunum á vef RÚV.

Næststærsti flokkur landsins er eftir sem áður Sjálfstæðisflokkurinn með 23,7 prósent. Hinn ríkisstjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, mælist með svipað fylgi og Vinstrihreyfingin – grænt framboð en báðir flokkar eru með stuðning um ellefu prósent svarenda.

Sú ráðahögun Samfylkingarinnar að flýta landsfundi og formannskjöri hefur lítil áhrif á stuðning við flokkinn sem mælist með 9,7 prósent. Líkt og undanfarna mánuði mælist Björt framtíð með lítinn stuðning eða 3,3 prósent. Aðrir flokkar og framboð mælast samtalst með 5,6 prósent.

Hér að neðan má sjá hvernig fylgi þeirra flokka, sem eiga menn á þingi, hefur þróast undanfarin tvö ár. Tölurnar eru fengnar frá Gallup.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×