Viðskipti innlent

Fjárfestir fyrir 35 milljarða á þremur árum

Svavar Hávarðsson skrifar
Háspennulínurnar sem verða lagðar næstu þrjú árin eru 484 kílómetrar að lengd.
Háspennulínurnar sem verða lagðar næstu þrjú árin eru 484 kílómetrar að lengd. fréttablaðið/vilhelm

Fyrirhugaðar fjárfestingar Landsnets í flutningskerfinu nema hátt í 35 milljörðum króna næstu þrjú árin. Þarf að fara allt aftur til ársins 2007 til að finna sambærilegar fjárfestingar í flutningskerfi félagsins. Þetta kom fram í kynningu Nils Gústavssonar, framkvæmdastjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets, á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins fyrir helgi, og sagt er frá í tilkynningu.

Um ellefu milljarðar króna eru áætlaðir í fjárfestingar í flutningskerfi Landsnets á þessu ári, tæpir fjórtán milljarðar á næsta ári og tæpir tíu milljarðar árið 2018.

Verkefnið Krafla – Þeistareykir - Bakki felur í sér byggingu tveggja háspennulína, samtals rúmlega 61 kílómetri að lengd, og þriggja tengivirkja til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við Þeistareykjavirkjun og virkjunina við meginflutningskerfið. Áætlanir gera ráð fyrir að verkinu ljúki í september árið 2017.

Á Norðausturlandi er lagning háspennulínu milli Kröflu og Fljótsdals í undirbúningi. Línan verður 122 kílómetrar að lengd og er mat á umhverfisáhrifum hennar á lokastigi. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki árin 2017-18.

Undirbúningur framkvæmda er í gangi vegna Sandskeiðslínu 1, sem er 27 kílómetra löng loftlína frá Sandskeiði að Hafnarfirði, sem þarf að reisa svo hægt sé að fjarlægja Hamraneslínur 1 og 2 eins og samkomulag er um við Hafnarfjarðarbæ. Áætlað er að línan verði lögð árin 2017-2018.
Á Reykjanesi er meðal annars vinna að hefjast í næsta mánuði við Suðurnesjalínu 2, 32 kílómetra langa háspennulínu frá Hafnarfirði að Rauðamel, en unnið er að undirbúningi Fitjalínu 3, níu kílómetra langs jarðstrengs frá tengivirki á Fitjum að tengivirki Landsnets í Helguvík. Verkið felur einnig í sér stækkun tengivirkisins í Helguvík.
- sháAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1
7
76.285
HAGA
0,27
6
221.996
ORIGO
0
1
497

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,66
7
99.281
EIK
-1,42
5
129.885
REGINN
-1,33
7
78.322
N1
-0,82
5
133.850
MARL
-0,58
9
395.572