Fótbolti

Sjáið mörk íslensku stelpnanna í sigrinum á Belgum | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Byrjunarlið Íslands í leiknum.
Byrjunarlið Íslands í leiknum. Mynd/KSÍ

Íslenska kvennalandsliðið byrjaði Algarve-bikarinn eins og best verður á kosið þegar stelpurnar unnu 2-1 sigur á Belgíu í fyrsta leik. Liðið er því þegar búið að gera betur en á mótinu í fyrra.

Íslenska liðið skoraði mörkin sín í sitthvorum enda leiksins, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom Íslandi í 1-0 strax á 4. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur.

Belgar jöfnuðu með glæsilegu marki en Dagný Brynjarsdóttir var hetja íslenska liðsins í uppbótartíma. Dagný hafði komið inná sem varamaður í hálfleik og skoraði sigurmarkið með skoti af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur.

Sporttv hefur sett saman myndband með mörkunum þremur sem skoruð voru í þessum fyrsta leik Íslands á Algarve-bikarnum 2016 en það má sjá þau hér fyrir neðan.

Þrír aðrir leikir fóru fram í mótinu í dag og Danmörk vann 1-0 sigur á Kanada í hinum leiknum í íslenska riðlinum. Í hinum riðlinum vann Brasilía 1-0 sigur á Nýja-Sjálandi og Rússland vann 1-0 sigur á Portúgal.

Íslensku stelpurnar mæta næst Dönum á föstudaginn.


Tengdar fréttir

Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim

Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira