Enski boltinn

Þetta eru leikirnir sem efstu fjögur liðin eiga eftir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Riyad Mahrez og félagar geta unnið úrvalsdeildina í fyrsta sinn.
Riyad Mahrez og félagar geta unnið úrvalsdeildina í fyrsta sinn. vísir/getty
Þegar tíu umferðir eru eftir í ensku úrvalsdeildinni (Manchester City, Liverpool, Everton og Newcastle eiga leik til góða) er Leicester enn á toppnum með 57 stig.

Refirnir hafa þriggja stiga forskot á Tottenham sem fór illa að ráði sínu í gærkvöldi og tapaði fyrir West Ham þegar það gat komist í fyrsta sinn á toppinn í áratugi.

Arsenal er sex stigum á eftir Leicester og Manchester City tíu stigum á eftir toppliðinu en á sem fyrr segir leik til góða. Manchester United er nú einnig tíu stigum á eftir Leicester eftir sigurinn á Watford í gærkvöldi.

En hvaða leiki eiga toppliðin fjögur eftir? Sky Sports tekur það saman í dag.

Leicester á ekki eftir einn leik á móti hinum þremur toppliðunm en á þó eftir að mæta Manchester United, Everton og Chelsea. Aftur á móti eru aðeins tveir af næstu sjö mótherjum Leicester, Southampton og West Ham, í eftir helmingi deildarinnar.

Manchester City á eftir leiki gegn Manchester United, Chelsea og Arsenal, en það ætti að hafa nokkuð þægilega sigra í næstu tveimur leikjum gegn Aston Villa og Norwich.

Tottenham og Arsenal mætast í risa Lundúnarslag í hádeginu á laugardaginn, en auk þess að mæta Skyttunum á Tottenham eftir leiki gegn Liverpool, Manchester United og Chelsea.

Arsenal á eftir að mæta Everton, West Ham og Manchester City svo dæmi séu tekin, en liðið endar á heimavelli gegn neðsta liði deildarinnar, Aston Villa.

Hér að neðan má sjá leikina sem efstu fjögur liðin eiga eftir. Þarna vantar inn í leik Manchester City á móti Newcastle, en eftir á að finna leikdag fyrir hann.

mynd/sky sports

Tengdar fréttir

Tottenham mistókst að komast á toppinn

Tottenham mistókst að skjótast á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en Tottenham tapaði 1-0 fyrir grönnum sínum í West Ham í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×