Fótbolti

Ísland stendur í stað á FIFA-listanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lars og Heimir hljóta að vera þokkalega sáttir við stöðuna.
Lars og Heimir hljóta að vera þokkalega sáttir við stöðuna. vísir/anton
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu situr sem fastast í 38. sætinu á FIFA-listanum.

Nýr listi var gefinn út í morgun. Alsír er í sætinu fyrir ofan Ísland og þar fyrir framan er Fílabeinsströndin en Fílbeinsstrendingar hoppa upp um átta sæti.

Ísland er enn í öðru sæti hjá Norðurlandaþjóðunum. Svíar eru hæst á listanum í 34. sæti. Danir er í 40. sæti, Finnar því 46. og Norðmenn eru að lokum í 51. sætinu.

Engar breytingar eru á efstu 13 þjóðunum. Belgar sem fyrr í efsta sæti. Argentína er númer tvö og Spánn þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×