Innlent

Hjólaleigur í Reykjavík

Þórdís Valsdóttir skrifar
Hjólaleiga.
Hjólaleiga. Nordicphotos/Getty

Borgarráð samþykkti samhljóða á fundi í gærdag að auglýsa í forvali eftir aðilum til að koma á fót og reka hjólaleigu í Reykjavík. Slíkar hjólaleigur hafa fest sig í sessi víða um heim, meðal annars á Norðurlöndunum, og er tilgangur þeirra að veita fólki aðgang að hjóli fyrir ferðir innan borgarmarkanna.

Mögulegar staðsetningar, sem nefndar hafa verið, fyrir slíkar hjólaleigur eru til dæmis í Kvosinni, við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og við Hlemm.

Í september 2014 var skipaður starfshópur um hjólaleigu í Reykjavík og var í minnisblaði hópsins lagt til að aðkoma borgaryfirvalda yrði fyrst og fremst fólgin í að skapa aðstöðu fyrir slíkar leigur, en að aðrir aðilar sjái um uppsetningu og rekstur leiganna. Í forvalinu þarf meðal annars að kanna fjölda hjóla og leigustöðva, tæknilegar lausnir og staðsetningu.Fleiri fréttir

Sjá meira