Sport

Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt.

Í ljósi átaka þeirra í gær eftir blaðamannafundinn var ákveðið að fjölga lögreglumönnum á sviðinu. Er það kom að því að þeir mættust eftir vigtunina ákvað forseti UFC, Dana White, að stíga hraustlega á milli þeirra til að tryggja að það yrðu ekki nein átök. Skynsamur.

Conor ögraði samt Diaz. Sendi honum tóninn. Sjálfstraustið uppmálað eins og alltaf.

Það var eiginlega skrítið að sjá Conor stíga á vigtina í kvöld. Er hann keppir í fjaðurvigt þarf hann að skera hrikalega mikið niður og lítur eiginlega út eins og sjúklingur á vigtinni. Það var ekkert svoleiðis í gangi í kvöld.

Báðir kappar voru 76 kíló en Diaz þó hálfu kílói þyngri. Conor er því heilum ellefu kílóum þyngri en á vigtinni fyrir bardagann gegn Jose Aldo í desember. Allt annað að sjá manninn. Leit hrikalega vel út en Diaz er ekki eins vel byggður og fékk að heyra það.

„Ég skil ekki hvernig svona feitur gaur getur verið svona grannur,“ sagði Conor og hló. Írinn öskraði á Diaz er hann nálgaðist hann hvernig höndin væri. Var þar að vitna í að hann hefði lamið hann í höndina í gær.

Diaz var stuttur í spuna eins og venjulega: „Fuck this little bitch. Fuck you,“ öskraði Diaz ekkert sérstaklega djúpur.

Enn eina ferðina virðast Írar hafa tæmt lífeyrinn sinn til þess að fara til Las Vegas og horfa á Conor því þeir áttu salinn. Conor verður því á heimavelli enn eina ferðina aðra nótt er þeir takast á.

Sjá má vigtunina hér að ofan en hér að neðan eru tvær myndir sem sýna muninn á Conor frá því í desember og í nótt.

Hér má sjá muninn á Conor á vigtinni í kvöld og í desember. Munar 11 kílóum. Varla sami maðurinn.
Já, þetta er sami maður.

Tengdar fréttir

Conor með tvo Rolls Royce

Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 196 er kíkt í heimsókn í glæsivilluna hjá Conor McGregor þar sem hann er með mikinn bílaflota.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira