Innlent

Ákærður fyrir manndráp af gáleysi um jólin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einbreið brú yfir Glerá. Hinn látni var næstum því kominn yfir brúna þegar ákærði ók utan í bíl hans.
Einbreið brú yfir Glerá. Hinn látni var næstum því kominn yfir brúna þegar ákærði ók utan í bíl hans. Vísir/Pjetur

28 ára gamall kínverskur ríkisborgari hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Hann er sakaður um að hafa ekið bifreið inn á einbreiða brú við Hólá í Öræfasveit of hratt miðað við aðstæður og án nægjanlegrar aðgæslur svo úr varð árekstur. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar lést en hann var 47 ára gamall erlendur ferðamaður. 

Í ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi kemur fram að snjór og krapi hafi verið á veginum og ákærði hafi ekki haft fulla stjórn á bílnum sem skall framan á vinstra framhorni annarrar bifreiðar sem kom úr gagnstæðri átt og átti skammt ófarið yfir brúna. Ökumaður þeirrar bifreiðar hlaut mikla áverka á brjósti og lést skömmu síðar.

Kínverjinn, sem var ferðamaður hér á landi, sætir farbanni til 28. apríl. Brot hans varðar allt að sex ára fangelsi.


Tengdar fréttir

Banaslys í Öræfasveit

Erlendur ferðamaður lést þegar tveir bílar skullu saman á brúnni yfir Hólá.
Fleiri fréttir

Sjá meira