Erlent

Réðust inn á heimili Lula og handtóku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
HM í knattspyrnu fór fram í Brasilíu sumarið 2014 og Ólympíuleikar fara fram í Ríó í sumar.
HM í knattspyrnu fór fram í Brasilíu sumarið 2014 og Ólympíuleikar fara fram í Ríó í sumar. Vísir/Getty

Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á fjármálamisferli hjá olíufyrirtækinu Petrobras. Lögreglumenn fóru í óvænta heimsókn á heimili hans í morgun og handtóku hann. Lula, sem lét af embætti árið 2011, neitar sök í málinu.

Rannsóknin hefur verið í gangi í lengri tíma en hún mun snúa að spillingu og peningaþvætti hjá fyrrnefndu olíufyrirtæki sem er í ríkiseigu.

33 húsleitir hafa verið framkvæmdar og ellefu hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en um 200 lögreglumenn koma að aðgerðunum í Ríó de Janeiro, Sao Paulo og Bahia.

Vinsæll í Brasilíu hjá fátækum
Einn liður í rannsókninni snýr að verktakafyrirtæki sem á að hafa aðstoðaðar Lula á óeðlilegan hátt við byggingu búgarðs og íbúðar við ströndina. Fjöldi framkvæmdastjóra og stjórnmálamanna hefur verið handtekinn og liggja undir grun um að hafa rukkað of mikið fyrir samninga við Petrobas og nota ágóðann til mútugreiðslna.

Lula, sem var forystumaður í verkamannaflokknum, var forseti í tvö kjörtímabil í Brasilíu. Í hans tíð urðu umtalsverðar bætur í efnahagskerfi landsins og er honum þakkað fyrir að hafa hjálpað milljónum manna úr fátækt að því er fram kemur í frétt BBC.

Hann mun enn njóta mikilla vinsælda í heimalandinu en þær hafa þó dvínað í kjölfar ásakana að hann hafi verið meðvitaður eða hreinlega tengdur misferlinu sem til rannsóknar er.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira