Enski boltinn

Hvað vissi Sunderland um mál Johnson?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Adam Johnson eftir að hann var sakfelldur á miðvikudaginn.
Adam Johnson eftir að hann var sakfelldur á miðvikudaginn. Vísir/Getty
Lögreglan í Bretlandi staðhæfir að forráðamenn Sunderland vissu af samskiptum Adam Johnson við fimmtán ára stúlkuna sem hann misnotaði.

Johnson var í fyrradag sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni en hann hafði áður játað sök í tveimur ákæruliðum - fyrir að draga stúlkuna á tálar og kyssa hana.

Sjá einnig: Johnson sekur um kynferðisbrot gegn barni

Þegar Johnson játaði sök var ákvörðunin tekin hjá Sunderland um að reka leikmanninn frá félaginu. Það var þó ekki gert fyrr en réttarhöldin hófust í síðasta mánuði, tæpu áru eftir að hann var fyrst handtekinn.

Aelfwynn Sampson, starfsmaður rannsóknarlögreglu, sagði í samtali við BBC að hún hefði hitt Margaret Byrne, framkvæmdastjóra Sunderland, 2. mars í fyrra.

Johnson í leik með Sunderland.Vísir/Getty
„Þau fengu upplýsingar um að hann hefði hitt stúlkuna og að þau hefðu átt í kynferðislegu sambandi,“ sagði hún. „Í hringiðu þessa máls var fimmtán ára stúlka sem var dyggur stuðningsmaður Sunderland og mikill aðdáandi Adam Johnson. Hún lýsti honum sem átrúnaðargoði sínu. Hún vill fá að vita af hverju hann fær að spila aftur knattspyrnu.“

Forráðamenn Sunderland neituðu því a miðvikudag að þeir hefðu vitað af því að Johnson hefði í hyggju að játa sekt í einhverjum ákæruliðanna. Þá kom fram að félagið hefði rekið Sunderland strax hefðu það verið vitað.

Sjá einnig: Fórnarlamb Johnson: Hann brást mér og notaði mig

„Ég varð fyrir stórkostlegum vonbrigðum með Adam Johnson,“ sagði Sam Allardyce, stjóri Sunderland. „Samkennd mín er þó ekki hjá honum heldur fórnarlambsins og fjölskyldu hennar.“

„Frá fyrsta degi mínum hjá félaginu taldi ég að Johnson myndi lýsa sig saklausan í öllum atriðum. Þetta atvik átti sér stað áður en ég kom til félagsins en þær upplýsingar sem ég fékk var að hann myndi lýsa sakleysi sínu og þess vegna leyfðum við honum að æfa og spila með okkur áfram.“

„Það var því mikið áfall fyrir allt félagið að heyra að hann hefði játað sök í réttarhöldunum. Ég sat heima hjá mér og trúði ekki eigin eyrum.“


Tengdar fréttir

Fórnarlamb Johnson vildi vernda hann

Knattspyrnumanninum Adam Johnson er gefið að sök að hafa stundað kynferðislegt athæfi með fimmtán ára stúlku, sem bar vitni í réttarhöldunum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×