Sport

Di Caprio og Gordon Ramsay ætla að sjá Conor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Schwarzenegger heilsar upp á Conor síðasta sumar.
Schwarzenegger heilsar upp á Conor síðasta sumar. vísir/getty

Aðdráttarafl Írans Conor McGregor er slíkt að stjörnurnar fjölmenna nú á bardaga hjá honum.

Er hann barðist síðasta sumar þá mættu bæði Arnold Schwarzenegger og Mike Tyson í salinn. Það verður ekki mikið dýrara.

Það verða líka stjörnur í MGM Grand Garden Arena aðra nótt en stærsta stjarnan á svæðinu verður líklega Óskarsverðlaunahafinn Leonardo di Caprio en hann er búinn að boða komu sína.

Það hefur meistarakokkurinn Gordon Ramsay einnig gert sem og tónlistarmaðurinn Bruno Mars. Leikararnir Gerard Butler og Josh Brolin verða líka á svæðinu.

Svo er spurning hvort Tortímandinn láti ekki sjá sig aftur en hann er mikill aðdáandi Conors.


Tengdar fréttir

Conor með tvo Rolls Royce

Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 196 er kíkt í heimsókn í glæsivilluna hjá Conor McGregor þar sem hann er með mikinn bílaflota.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira