Enski boltinn

City rúllaði yfir botnliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Agüero fagnar á Etihad í dag.
Agüero fagnar á Etihad í dag. Vísir/Getty
Manchester City átti ekki í miklum vandræðum með að leggja botnlið Aston Villa að velli á heimavelli sínum í dag. Lokatölur 4-0, City í vil.

Staðan var reyndar markalaus í hálfleik en City-menn fóru mikinn í upphafi seinni hálfleiks og skoruðu fjögur mörk á 18 mínútna kafla.

Sergio Agüero skoraði tvö mörk og fékk svo gullið tækifæri til að ná þrennunni en skaut í stöng úr vítaspyrnu. Yaya Touré og Raheem Sterling voru einnig á skotskónum í dag.

City er enn í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, nú með 50 stig, sjö stigum á eftir toppliði Leicester City sem mætir Watford í síðdegisleiknum.

Aston Villa er svo gott sem fallið en liðið er í botnsætinu með aðeins 16 stig, níu stigum frá öruggu sæti. Villa hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum með markatölunni 2-15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×