Íslenski boltinn

Víkingar áfram á sigurbraut í Lengjubikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alan Alexander Lowing skoraði fyrir Víkingsliðið í kvöld.
Alan Alexander Lowing skoraði fyrir Víkingsliðið í kvöld. Vísir/Stefán

Reykjavíkur-Víkingar eru í góðum gír á undirbúningstímabilinu en liðið vann sinn þriðja leik í röð í Lengjubikarnum í kvöld.

Víkingur vann þá 3-1 sigur á 1. deildarliði Grindavíkur í Egilshöllinni.

Víkinga höfðu áður unnið 1-0 sigur á HK og 4-2 sigur á Haukum í þriðja riðli A-deildarinnar.

Uppskeran eftir þrjá leiki er því níu stig og átta mörk.

Helgi Sigurðsson stýrði Víkingsliðinu í kvöld í fjarveru þjálfarans Milos Milojevic. Milos er staddur í Mílanó sem gestur Internazionale, en heimsókn hans til liðsins er hluti af UEFA Pro þjálfararéttindunum sem hann er að klára.

Vladimir Tufegdzic er nýkominn aftur til Íslands og var búinn að skora eftir fimmtán mínútur í sínum fyrsta leik.

Víkingar voru 1-0 yfir í hálfleik en þeir Alan Alexander Lowing og Ívar Örn Jónsson bættu við mörkum með þriggja mínútna kafla snemma í seinni hálfleiknum.

Gunnar Þorsteinsson minnkaði muninn í 3-1 þegar hann skoraði mínútu fyrir leikslok.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira