Erlent

Ben Carson dregur framboð sitt til baka

Heilaskurðlæknirinn Ben Carson.
Heilaskurðlæknirinn Ben Carson. Vísir/EPA
Ben Carson dró í kvöld til baka framboð sitt í forkosningum Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum. Hann sagðist ekki geta haldið áfram pólitískri vegferð sinni en að hann myndi þó taka þátt í að reyna að „bjarga þjóðinni“.

„Fjöldi fólks elskar mig, en það vill ekki kjósa mig,“ sagði hann í yfirlýsingu sinni.

Carson tók ekki þátt í kappræðum Repúblikana í gær og sagðist ekki sjá neina leið fram á við eftir niðurstöður Ofurþriðjudagsins svokallaða. Hann endaði í síðasta eða næst síðasta sæti í öllum fylkjunum sem kosið var í á þriðjudag, og varð sér einungis úti um átta kjörmenn.


Tengdar fréttir

Romney segir Trump vera loddara

Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump.

Svona gæti Trump valdið kreppu

Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×