Fótbolti

Ólafur Ingi og félagar þokast upp töfluna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur Ingi er fastamaður í liði Genclerbirligi.
Ólafur Ingi er fastamaður í liði Genclerbirligi. mynd/facebook-síða genclerbirligi

Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Genclerbirligi lyftu sér upp í 9. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar með 0-2 sigri á Kayserispor í dag.

Þetta var sjötti sigur Genclerbirligi í síðustu sjö leikjum en það hefur heldur betur birt til hjá Ólafi og félögum eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Ólafur lék allan leikinn á miðjunni hjá Genclerbirligi en hann er fastamaður í liðinu. Landsliðsmaðurinn hefur komið við sögu í 23 af 24 deildarleikjum Genclerbirligi á tímabilinu en leikurinn í dag var hans nítjándi í byrjunarliðinu.

Ólafur er á sínu fyrsta tímabili með Genclerbirligi en hann kom til liðsins frá Zulte-Waregem í sumar.Fleiri fréttir

Sjá meira