Fótbolti

Viðar kom Malmö á bragðið | Örebro komst ekki áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar Örn er kominn með tvö mörk fyrir Malmö.
Viðar Örn er kominn með tvö mörk fyrir Malmö. vísir/getty

Viðar Örn Kjartansson kom Malmö á bragðið þegar liðið vann öruggan sigur, 4-0, á Sundsvall í sænsku bikarkeppninni í fótbolta í dag.

Mark Viðars var einkar laglegt en það má sjá með því að smella hér.

Viðar Örn og Kári Árnason voru í byrjunarliði Malmö líkt og Rúnar Már Sigurjónsson og Kristinn Steindórsson hjá Sundsvall.

Malmö vann alla þrjá leiki sína í riðli 3 og er komið í átta-liða úrslit bikarkeppninnar.

Hjörtur Logi Valgarðsson og félagar hans í Örebro komust ekki áfram úr riðli 8 en þeir gerðu 1-1 jafntefli við Helsingborg í dag. Með sigri hefði Örebro tryggt sér sæti í átta-liða úrslitunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira