Körfubolti

Elvar og félagar í úrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar var með huggulega tvennu í dag.
Elvar var með huggulega tvennu í dag. mynd/hilmar bragi

Elvar Már Friðriksson og félagar í Barry University eru komnir í úrslit Sunshine State deildarinnar í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum.

Í dag bar Barry sigurorð af Saint Leo, 91-72, í undanúrslitunum en í úrslitaleiknum á morgun mæta Elvar og félagar annað hvort Eckerd eða Lynn.

Elvar átti fínan leik fyrir Barry í dag en Njarðvíkingurinn skoraði 12 stig og gaf 10 stoðsendingar. Hann tók einnig þrjú fráköst og stal boltanum þrívegis.

Elvar hitti úr fimm af 13 skotum sínum utan af velli í leiknum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira