Fótbolti

Ronaldo orðinn næstmarkahæstur í sögu spænsku deildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronaldo fagnar einu marka sinna gegn Celta Vigo.
Ronaldo fagnar einu marka sinna gegn Celta Vigo. vísir/getty

Cristiano Ronaldo gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu þegar Real Madrid burstaði Celta Vigo, 7-1, í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær.

Með þessum fjórum mörkum skaust portúgalski snillingurinn upp í 2. sætið á listanum yfir markahæstu leikmenn spænsku deildarinnar frá upphafi.

Ronaldo, sem hefur leikið með Real Madrid frá árinu 2009, hefur nú gert 252 mörk í aðeins 228 leikjum sem er ótrúleg tölfræði. Portúgalinn hefur því skorað 1,11 mörk að meðaltali í leik á ferli sínum á Spáni.

Ronaldo hefur skorað einu marki meira en Telmo Zarra gerði fyrir Athletic Bilbao á árunum 1940-55.

Efstur á listanum er Lionel Messi en hann hefur skorað 305 mörk frá því hann lék sinn fyrsta leik með Barcelona 2004. Messi og Ronaldo eru þeir einu af tíu efstu á markalistanum sem eru enn að spila.

Ronaldo er sem stendur markahæstur í spænsku deildinni á þessu tímabili með 27 mörk, tveimur mörkum á undan Börsungnum Luís Suárez.

Markahæstu leikmenn í sögu spænsku deildarinnar:
1. Lionel Messi (Barcelona) - 305 mörk
2. Cristiano Ronaldo (Real Madrid) - 252
3. Telmo Zarra (Athletic Bilbao) - 251
4. Hugo Sánchez (Atlético Madrid, Real Madrid, Rayo Vallecano) - 234
5. Raúl (Real Madrid) - 228
6. Alfredo di Stéfano (Real Madrid, Espanyol) - 227
7. César Rodríguez (Granada, Barcelona, Cultural Leonesa, Elche) - 223
8. Quini (Sporting Gijón, Barcelona) - 219
9. Pahino (Celta Vigo, Real Madrid, Deportino La Coruna) - 210
10. Edmundo Suárez (Valencia, Alcoyano) - 195Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira