Íslenski boltinn

Tryggvi þurfti stiga til að komast í leikinn | Myndir frá styrktarleik Abel Dhaira

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Guðmundsson var í ólíkum hlutverkum í leiknum í dag. Hér má sjá landsliðsþjálfarann Heimir Hallgrímsson slá á létta stengi með Trggva eftir leik.
Tryggvi Guðmundsson var í ólíkum hlutverkum í leiknum í dag. Hér má sjá landsliðsþjálfarann Heimir Hallgrímsson slá á létta stengi með Trggva eftir leik. Mynd/Vilhjálmur Siggeirsson

Úrvalslið Pepsi-deildarinnar mætti úrvalsliði ÍBV í Kórnum í dag í styrktarleik fyrir markvörðinn Abel Dhaira, sem glímir við krabbamein.

Leikurinn var meðal annars sýndur í beinni útsendingu á SportTV.

Abel hefur varið mark ÍBV með hléum frá 2011 en hann greindist með krabbamein í desember á síðasta ári.

Í leiknum í dag mættust nú- og fyrrverandi leikmenn ÍBV helstu stjörnum Pepsi-deildarinnar og úr var mjög góð skemmtun.

Vilhjálmur Siggeirsson tók myndir á leiknum og það er hægt að sjá hans skemmtilegu myndir hér fyrir ofan meðal annars frá því þegar Tryggvi Guðmundsson breytti um hlutverk í hálfleik.

Tryggvi lýsti fyrri hálfleiknum á SportTV en spilaði síðan seinni hálfleikinn með Eyjaliðinu. Hann þurfti stiga til að koma sér niður á völlinn.

Eyjamenn eru með söfnun fyrir Abel en þeir sem vilja taka þátt geta hjálpað markverðinum bæði með því að hringja í neðangreind númer og/eða leggja beint inn á söfnunarreikninginn 582-14-602628 kt. 680197-2029.

Símanúmerin eru:
9071010 – 1.000kr
9071020 – 2.000kr
9071030 – 3.000kr

Mynd/Vilhjálmur Siggeirsson
Mynd/Vilhjálmur Siggeirsson
Mynd/Vilhjálmur Siggeirsson
Mynd/Vilhjálmur Siggeirsson
Mynd/Vilhjálmur Siggeirsson
Mynd/Vilhjálmur Siggeirsson
Mynd/Vilhjálmur Siggeirsson

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira