Íslenski boltinn

Tryggvi þurfti stiga til að komast í leikinn | Myndir frá styrktarleik Abel Dhaira

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Guðmundsson var í ólíkum hlutverkum í leiknum í dag. Hér má sjá landsliðsþjálfarann Heimir Hallgrímsson slá á létta stengi með Trggva eftir leik.
Tryggvi Guðmundsson var í ólíkum hlutverkum í leiknum í dag. Hér má sjá landsliðsþjálfarann Heimir Hallgrímsson slá á létta stengi með Trggva eftir leik. Mynd/Vilhjálmur Siggeirsson

Úrvalslið Pepsi-deildarinnar mætti úrvalsliði ÍBV í Kórnum í dag í styrktarleik fyrir markvörðinn Abel Dhaira, sem glímir við krabbamein.

Leikurinn var meðal annars sýndur í beinni útsendingu á SportTV.

Abel hefur varið mark ÍBV með hléum frá 2011 en hann greindist með krabbamein í desember á síðasta ári.

Í leiknum í dag mættust nú- og fyrrverandi leikmenn ÍBV helstu stjörnum Pepsi-deildarinnar og úr var mjög góð skemmtun.

Vilhjálmur Siggeirsson tók myndir á leiknum og það er hægt að sjá hans skemmtilegu myndir hér fyrir ofan meðal annars frá því þegar Tryggvi Guðmundsson breytti um hlutverk í hálfleik.

Tryggvi lýsti fyrri hálfleiknum á SportTV en spilaði síðan seinni hálfleikinn með Eyjaliðinu. Hann þurfti stiga til að koma sér niður á völlinn.

Eyjamenn eru með söfnun fyrir Abel en þeir sem vilja taka þátt geta hjálpað markverðinum bæði með því að hringja í neðangreind númer og/eða leggja beint inn á söfnunarreikninginn 582-14-602628 kt. 680197-2029.

Símanúmerin eru:
9071010 – 1.000kr
9071020 – 2.000kr
9071030 – 3.000kr

Mynd/Vilhjálmur Siggeirsson
Mynd/Vilhjálmur Siggeirsson
Mynd/Vilhjálmur Siggeirsson
Mynd/Vilhjálmur Siggeirsson
Mynd/Vilhjálmur Siggeirsson
Mynd/Vilhjálmur Siggeirsson
Mynd/Vilhjálmur Siggeirsson

Tengdar fréttirFleiri fréttir

Sjá meira