Körfubolti

Martin og félagar úr leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin í leik EM í körfubolta í fyrra.
Martin í leik EM í körfubolta í fyrra. vísir/epa

Martin Hermannsson og félagar í LIU Brooklyn eru úr leik í bandaríska háskólakörfuboltanum eftir tap fyrir Wagner, 81-65, í undanúrslitum Norðausturriðilsins.

Martin lék í 34 mínútur, skoraði níu stig og gaf fjórar stoðsendingar. Landsliðsmaðurinn hitti úr þremur af sjö skotum sínum utan af velli.

LIU leiddi í hálfleik, 29-33, en í seinni hálfleiknum seig Wagner fram úr og vann að lokum 16 stiga sigur, 81-65.

Svartþrestirnir í LIU hittu afar illa fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum en leikmenn liðsins settu aðeins niður einn þrist í 11 tilraunum. Þess má geta að Martin reyndi ekki einu sinni fyrir sér fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum.
Fleiri fréttir

Sjá meira