Körfubolti

Martin og félagar úr leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin í leik EM í körfubolta í fyrra.
Martin í leik EM í körfubolta í fyrra. vísir/epa

Martin Hermannsson og félagar í LIU Brooklyn eru úr leik í bandaríska háskólakörfuboltanum eftir tap fyrir Wagner, 81-65, í undanúrslitum Norðausturriðilsins.

Martin lék í 34 mínútur, skoraði níu stig og gaf fjórar stoðsendingar. Landsliðsmaðurinn hitti úr þremur af sjö skotum sínum utan af velli.

LIU leiddi í hálfleik, 29-33, en í seinni hálfleiknum seig Wagner fram úr og vann að lokum 16 stiga sigur, 81-65.

Svartþrestirnir í LIU hittu afar illa fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum en leikmenn liðsins settu aðeins niður einn þrist í 11 tilraunum. Þess má geta að Martin reyndi ekki einu sinni fyrir sér fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira