Innlent

Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlega hnífaárás

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Grunaður árásármaður var handtekinn nokkru síðar og vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar máls.
Grunaður árásármaður var handtekinn nokkru síðar og vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar máls. Vísir/GVA

Uppfært klukkan 10:30: Karlmaður á þrítugsaldri liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir hnífaárás í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Er honum haldið sofandi í öndunarvél.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út um eittleytið í nótt vegna árásarinnar. Þar hafði maður verið stunginn með hnífi og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Grunaður árásármaður var handtekinn nokkru síðar og vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar máls.

Þá var tilkynnt um tvö umferðaróhöpp í nótt. Annars var bifreið ekið út af við Fálkabakka um klukkan hálffjögur og þá var bifreið ekið á grindverk á Reykjanesbraut um hálfsex. Meiðsli voru minniháttar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira