Sport

Svona vann Diaz Conor | Sjáðu bardagann í heild sinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Conor McGregor er ekki lengur ósigraður í UFC en hann tapaði fyrir Nate Diaz í Las Vegas í nótt.

Þetta var fyrsti bardagi Conors í veltivigt en áður hafði hann keppt í fjaðurvigt. Fyrir bardagann gegn Diaz var Conor búinn að vinna 15 bardaga í röð.

Conor byrjaði bardagann í nótt ágætlega en smám saman náði hinn þrítugi Diaz yfirhöndinni. Hann kláraði svo bardagann þegar hann náði hengingartaki á Conor í annarri lotu.

Bardaginn var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt en hann má nú sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Conor lofar enn einu rothögginu

Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum.

Conor með tvo Rolls Royce

Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 196 er kíkt í heimsókn í glæsivilluna hjá Conor McGregor þar sem hann er með mikinn bílaflota.
Fleiri fréttir

Sjá meira