Sport

Svona vann Diaz Conor | Sjáðu bardagann í heild sinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Conor McGregor er ekki lengur ósigraður í UFC en hann tapaði fyrir Nate Diaz í Las Vegas í nótt.

Þetta var fyrsti bardagi Conors í veltivigt en áður hafði hann keppt í fjaðurvigt. Fyrir bardagann gegn Diaz var Conor búinn að vinna 15 bardaga í röð.

Conor byrjaði bardagann í nótt ágætlega en smám saman náði hinn þrítugi Diaz yfirhöndinni. Hann kláraði svo bardagann þegar hann náði hengingartaki á Conor í annarri lotu.

Bardaginn var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt en hann má nú sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Conor lofar enn einu rothögginu

Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum.

Conor með tvo Rolls Royce

Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 196 er kíkt í heimsókn í glæsivilluna hjá Conor McGregor þar sem hann er með mikinn bílaflota.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira