Íslenski boltinn

Höskuldur og Glenn tryggðu Blikum sigur fyrir austan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glenn skoraði seinna mark Blika.
Glenn skoraði seinna mark Blika. vísir/anton

Breiðablik lyfti sér upp í 2. sæti riðils 2 í Lengjubikar karla í fótbolta með 1-2 sigri á Fjarðabyggð fyrir austan í dag.

Blikar eru nú komnir með sex stig eftir þrjá leiki, einu minna en topplið Fylkis. Fjarðabyggð er hins vegar án stiga í botnsæti riðilsins.

Höskuldur Gunnlaugsson kom Breiðabliki yfir á 43. mínútu og 10 mínútum seinna jók trínidadíski framherjinn Jonathan Glenn muninn í 0-2.

Oumaro Coulibaly minnkaði muninn í 1-2 á 61. mínútu en nær komust leikmenn Fjarðabyggðar ekki. Lokatölur 1-2, Breiðabliki í vil.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af úrslit.net.


Tengdar fréttir

Ótrúleg endurkoma hjá Haukum

Haukar komu til baka og náðu í stig eftir að hafa lent 3-0 undir gegn ÍA í riðli 3 í Lengjubikar karla í fótbolta í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.