Fótbolti

Tvö Íslendingalið áfram í sænsku bikarkeppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Ingvi og félagar í Norrköping eru komnir áfram í sænsku bikarkeppninni.
Arnór Ingvi og félagar í Norrköping eru komnir áfram í sænsku bikarkeppninni. vísir/getty

Íslendingaliðin Hammarby og Norrköping eru komin áfram í 8-liða úrslit sænsku bikarkeppninnar í fótbolta.

Hammarby tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslitin með 1-3 sigri á Djurgården á útivelli.

Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason voru allir í byrjunarliði Hammarby í dag en liðið fékk sjö stig í riðli 6, jafn mörg og Syrianska. Markatala Hammarby var hins vegar betri.

Arnór Ingvi Traustason og Jón Guðni Fjóluson voru báðir í byrjunarliði Norrköping sem gerði 1-1 jafntefli við Jönköpings á heimavelli. Sænsku meistararnir fengu sjö stig í riðli 1, þremur meira en Jönköpings.

Í sama riðli mættust Östersunds og AFC United. Östersunds, sem er nýliði í sænsku 1. deildinni, vann leikinn með þremur mörkum gegn engu. Haraldur Björnsson var í byrjunarliði Östersunds og hélt marki sínu hreinu.

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði IFK Göteborg sem vann 3-0 sigur á Halmstad í riðli 2. Sigurinn dugði Göteborg þó ekki til að komast í 8-liða úrslitin. Liðið fékk fimm stig í riðlinum, einu minna en Halmstad sem komst áfram. Hjálmar Jónsson var ekki í leikmannahópi Göteborg í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira