Fótbolti

Rifrildi um Ronaldo og Messi leiddi til manndráps

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Rifrildi tveggja vina leiddi til þess að 34 ára maður var stunginn til bana. Þeir voru að rífast um hvort að Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi væri betri knattspyrnumaður.

Það er BBC sem greinir frá þessu og hefur eftir lögreglu í úthverfi Mumbai-borgar í Indlandi.

Mennirnir tveir sem rifust voru báðir Nígeríumenn en Obina Durumchukwu var stunginn til bana af Michael Chukwuma, 21 árs, á laugardagskvöldið.

„Átök brutust út á milli þeirra. Hinn látni kastaði glasi í andlit þess grunaða sem hlaut minniháttar áverka,“ sagði lögreglan.

„Eftir það tók hinn grunaði brotna glasið og réðst að hinum sem lést svo eftir miklar blæðingar.“

Ronaldo er á mála hjá Real Madrid og er portúgalskur landsliðsmaður. Messi leikur með Barcelona og argentínska landsliðinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira