Innlent

Spá úrkomu og asahláku þegar líður á vikuna

Atli Ísleifsson skrifar
Þetta verður fyrsta asahláka ársins með mikilli úrkomu og leysingum svo að líklegt er að afrennsli verði mjög mikið.
Þetta verður fyrsta asahláka ársins með mikilli úrkomu og leysingum svo að líklegt er að afrennsli verði mjög mikið. Vísir/Pjetur
Veðurstofan spáir mikilli úrkomu og asahláku þegar líður á vikuna.

Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kemur fram að spáð sé talsverðri rigningu á sunnanverðu landinu á fimmtudag.

„Á laugardag hlýnar mjög ört með suðaustan stormi og talsverðri rigningu. Því má gera ráð fyrir vatnavöxtum á sunnan- og vestanverðu landinu.

Fólk er beðið um að sýna aðgát í nágrenni vatnsfalla og sérstaklega ef fara þarf yfir ár, þar sem vöð geta orðið varhugaverð.

Þetta verður fyrsta asahláka ársins með mikilli úrkomu og leysingum svo að líklegt er að afrennsli verði mjög mikið,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×