Innlent

„Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Halldór með einu verka sinna. Tekið af sýningunni; "Ég á eiginlega ekki orð" í Gerðasafni 2014.
Halldór með einu verka sinna. Tekið af sýningunni; "Ég á eiginlega ekki orð" í Gerðasafni 2014. Halldór Ragnarsson.
„Ég á fötin sem ég var í gær og sundskýluna mína, það er allt. Ég er gjörsamlega ótryggður og glataði þarna öllu. Ég er núna á núllpunkti með allt lífið,“ segir Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur fengið þær fréttir frá Slökkviliði Reykjavíkur að allar eigur hans og listaverk sem inni voru á Grettisgötu 87 séu líklegast ónýt.

Í gærkvöldi kom upp eldur í vesturhlið hússins sem svo breiddist yfir allt húsnæðið. Eldsupptök eru ókunn, en lögreglan leitar fjögurra manna vegna brunans. Slökkvilið Reykjavíkur vann að því að slökkva eldinn fram eftir nóttu. Halldór hefur enn ekki fengið að fara inn í húsnæðið en staðfestir að hafa fengið fregnir um að mikill skaði hafi orðið á vinnuaðstöðu hans og heimili.  Halldór bjó þar ásamt unnustu sinni Rós Kristjánsdóttur en þau fengu húsaskjól í nótt í hennar foreldrahúsum.

Halldór, sem er athafnamikill myndlistamaður geymdi þarna listaverk síðustu þriggja ára. „Mikið af þessu voru verk sem ég hafði ekki sýnt ennþá. Ég átti myndir af þeim en þær voru í tölvunum mínum sem eru líklegast ónýtar líka“.

Halldór hefur haldið upp vefsíðunni hragnarsson.com og þar má finna ljósmyndir sem hann tók sjálfur af nokkrum þeirra verka sem nú eru glötuð.

Hér að neðan má sjá fjögur af þeim fjöldamörgu listaverkum sem eyðilögðust í gærkvöldi. Ljósmyndirnar tók Halldór sjálfur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×