Enski boltinn

Systir Adam Johnson vill „réttlæti“ fyrir bróður sinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Faye Johnson, systir knattspyrnumannsins Adam Johnson, hefur komið af stað herferð á Facebook þar sem hún krefst réttlætis fyrir bróður sinn. Johnson var á dögunum sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni.

Sjá einnig: Johnson sekur um kynferðisbrot gegn barni

Faye Johnson birti svarthvíta mynd á Facebook-síðu sinni sem sýnir bróður hennar með dóttur hans í fanginu. Fyrirsögnin er „Justice for Johnson“ eða réttlæti fyrir Johnson.

Einnig kemur fram að Facebook hafi fjarlægt stuðningssíðu sem var sett á laggirnar fyrir málstaðinn. Þess í stað hvetur hún þá sem vilja leggja baráttunni lið að skipta um notendamynd og setja þar inn mynd af Johnson.

Adam Johnson verður dæmdur síðar í mánuðinum en hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi fyrir brot sín. Hann spilaði síðast með Sunderland en var rekinn frá félaginu þegar hann játaði á sig sök í tveimur ákæruliðum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira