Fótbolti

Real Madrid afgreiddi Roma | Sjáðu mörkin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. vísir/getty

Real Madrid er komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Roma, 2-0, á heimavelli í kvöld.

Rómverjar bitu hraustlega frá sér í leiknum og Keylor Navas, markvörður Real, kom sínu liði oftar en einu sinni til bjargar.

Þegar mark Rómverja lá í loftinu brunaði Real Madrid fram og Cristiano Ronaldo skoraði, venju samkvæmt. Þarna var staðan orðin 3-0 samtals fyrir Madridinga og ballinu í raun lokið.

James Rodriguez afgreiddi dæmið endanlega nokkrum mínútum síðar og sá til þess að Real vann rimmu liðanna, 4-0, samanlagt.


Ronaldo skorar fyrir Real. Rodriguez bætir öðru marki við.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira