Sport

Conor hrynur niður styrkleikalistann hjá UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor í bardaganum um síðustu helgi.
Conor í bardaganum um síðustu helgi. vísir/getty

Conor McGregor fellur um alls fimm sæti á pund fyrir pund lista UFC eftir tapið fyrir Nate Diaz um síðustu helgi.

Írinn er nú í áttunda sæti listans en enginn fellur um eins mörg sæti á listanum og hann. Luke Rockhold, meistari í millivigt, fer upp um tvö sæti og í þriðja sætið. Jon Jones er enn á toppnum og Demetrious Johnson er í öðru sæti.

Miesha Tate er í fyrsta skipti á pund fyrir pund listanum. Hún kemur inn í 15. sætið eftir sigurinn á Holly Holm.

Nate Diaz fer ekki upp nein sæti á listanum þar sem hann er léttvigtarmaður og þeir börðust í veltivigt.

Í veltivigtinni er aðeins ein breyting. Næsti andstæðingur Gunnars Nelson, Albert Tumenov, er kominn upp í 14. sæti listans en Gunnar er enn utan listans. Thiago Alves er í fimmtánda sætinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira