Innlent

„Hjálpum þeim“ fyrir íbúa Grettisgötu

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Halldór greindi frá því í morgun að einu eignir hans eftir brunann væru fötin utan á honum og sundskýla.
Halldór greindi frá því í morgun að einu eignir hans eftir brunann væru fötin utan á honum og sundskýla. Visir/Halldór Ragnarsson

Viðbrögð við heimilismissi Halldórs Ragnarssonar myndlistarmanns, kærustu hans Rós Kristjánsdóttur fyrirsætu og sambýlismanni þeirra sem misstu allt sitt í brunanum við Grettisgötu 87 í gærkvöldi hafa verið gríðarleg. Nú hafa vinir þeirra ákveðið að halda styrktarsamkomu á Húrra í lok mánaðarins fyrir þau en þar mun meðal annars verða settur upp nytjamarkaður og tónleikar til þess að safna peningum fyrir þau.

Ekki er búið að ganga frá dagskránni en Benedikt Stefánsson, eða Bensöl eins og hann kallar sig þegar hann gerir tónlist , er einn af vinum parsins og skipuleggjandi uppákomunnar. Hann segist búast við því að margir af vinum parsins muni bjóða sig fram og að í þeim hópi séu margir góðir og þekktir tónlistarmenn. Sjálfur hefur Halldór starfað sem plötusnúður um árabil auk þess að hafa leikið á bassa með hljómsveitunum Kimono og Sea Bear (sem síðar varð Sing Fang).

„Við settum þetta upp í dag og ég er með yfir 20 missed calls í símanum mínum,“ segir Benedikt. „Nú förum við í það að setja saman dagskrá en ég er enn í vinnu og hef ekki haft tíma í dag.“ Styrktaruppákoman hefur hlotið nafnið „Hjálpum þeim“ og á Fésbókarsíðu atburðarins má sjá ýmsa bjóða fram aðstoð sína. Þar á meðal tónlistarmanninn Ólaf Arnalds. Finna má reikningsnúmer hins nýstofnaða styrktarsjóðs á síðunni.

Eins og fram hefur komið missti parið alla búslóð sína og föt auk þess sem Halldór missti öll þau listaverk sem hann hefur unnið að síðastliðin þrjú ár. Allt var ótryggt.

Inn á Fésbókarsíðum parsins hafa í dag flætt samúðarkveðjur. Halldór birti í dag færslu þar sem hann þakkaði kærlega fyrir stuðninginn.


Tengdar fréttir

Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87

Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira