Erlent

Rússar vara Norður-Kóreu við eftir kjarnorkuhótanir

Kim Jong-un, æðsti leiðtogi Norður-Kóreu sem hafa hótað æfingum með kjarnorkuvopn.
Kim Jong-un, æðsti leiðtogi Norður-Kóreu sem hafa hótað æfingum með kjarnorkuvopn. Mynd/Getty
Eftir hótanir Norður-Kóreu um fyrirbyggjandi kjarnorkuárásir hafa Rússar sagt að lagalegur grundvöllur sé fyrir notkun herafla muni koma til kjarnorkuárása af hálfu þeirra fyrrnefndu. Segja Rússar að þessi afstaða Norður-Kóreu muni mæta mikilli óánægju innan alþjóðakerfisins.

Rússar gagnrýna einnig Bandaríkin og Suður-Kóreu fyrir stærstu heræfingar sem haldnar hafa verið á Kóreuskaga. Telja þeir að þessar æfingar muni ekki draga úr þeirri hættu að Norður-Kórea muni notast við æfingar á kjarnorkuvopnum. Stefnt er að þessum æfingum í lok apríl og eru þær í þeim tilgangi að verjast innrásum.

Rússar eru í hópi þeirra örfárra ríkja sem ekki er í nöp við Norður-Kóreu, en ljóst er að þolinmæði þeirra virðist ekki vera í hámarki þessa stundina.

Daniel Pinkston, sérfræðingur í kóreskum fræðum, segir að Norður-Kórea ætti að læra af þessum hótunum sem þeir setja fram, og á endanum muni þær hafa afleiðingar. Þessi öryggisklemma (e. security dilemma) hefur valdið því að Norður-Kórea er í raun óöruggari, þegar markmið þeirra var að skapa öryggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×