Erlent

Sólmyrkvinn í Indónesíu í beinni

Atli Ísleifsson skrifar
Myrkvinn hefst klukkan 23:19 og almyrkvinn 00:15. Í frétt BBC segir að skugginn verði mestur klukkan 01:59.
Myrkvinn hefst klukkan 23:19 og almyrkvinn 00:15. Í frétt BBC segir að skugginn verði mestur klukkan 01:59. Vísir/AFP
Almyrkvi á sólu mun sjást í Indónesíu og vesturhluta Kyrrahafs í kvöld og nótt.

Við almyrkva myrkvar tunglið sólina alla svo það dimmir verulega en í kringum biksvart tunglið á himninum blasir við kóróna sólarinnar og jafnvel stöku sólgos, að því er segir á vef Stjörnufræðifélagsins.

Myrkvinn hefst klukkan 23:19 og almyrkvinn 00:15. Í frétt BBC segir að skugginn verði mestur klukkan 01:59.

Slooh sýnir beint frá myrkvanum á YouTube-síðu sinni og má sjá að neðan.

Nánar er fjallað á myrkvanum á vef Stjörnufræðifélagsins, en þrír félagar í Stjörnufræðifélaginu, þeir Sævar Helgi Bragason, Hermann Hafsteinsson og Gísli Már Árnason ferðuðust til indónesísku eyjarinnar Ternate til að fylgjast með myrkvanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×