Innlent

Mansalið í Vík talið þaulskipulagt

Bjarki Ármannsson skrifar
Húsið þar sem konurnar munu hafa starfað og búið.
Húsið þar sem konurnar munu hafa starfað og búið. Vísir/Þórhildur
Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal er laus úr varðhaldi en sætir farbanni til 1. apríl næstkomandi. Hæstiréttur sneri í dag við úrskurði Héraðsdóms Suðurlands frá því fyrir helgi, þar sem kveðið var á um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir manninum.

Maðurinn var handtekinn þann 18. febrúar í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi. Hann er eigandi fyrirtækisins Vonta International sem var undirverktaki fataframleiðandans Icewear. Maðurinn og konurnar tvær, sem eru systur, eru öll frá Sri Lanka.

Að því er segir í úrskurði héraðsdóms hefur rannsókn lögreglu leitt það í ljós að maðurinn hafi nær daglega flutt inn ófullunnar framleiðsluvörur frá starfsstöð Vonta inn á heimili sitt í þeim tilgangi að láta konurnar tvær vinna þar ákveðna verkþætti í framleiðslunni auk heimilisstarfa. Leynd virðist hafa hvílt yfir þessari starfsemi á heimili mannsins.

Konurnar tvær fengu aldrei launagreiðslur í hefðbundnum skilningi fyrir vinnuna. Maðurinn segist þó í tvígang hafa sent peninga til móður þeirra tveggja og fjölskyldu. Hann neitar sök í málinu og segir konurnar tvær gesti hér á landi sem hafi af og til hjálpað til. Sá framburður er í úrskurðinum sagður í engu samræmi við aðra framburði og rannsóknargögn í málinu.

Rannsóknargögn lögreglu eru jafnframt sögð benda til þess að brot mannsins séu þaulskipulögð, varði umtalsverða fjárhagslega hagsmuni og hafi staðið yfir í nokkurn tíma.


Tengdar fréttir

Reiðarslag fyrir lítið samfélag

Sveitarstjórnarmaður í Vík segir mansalsmálið í Vík reiðarslag fyrir lítið samfélag en bæjarbúar vissu ekki af tilvist kvennanna.

Konurnar unnu í kjallaranum

Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear.

Europol komið að rannsókn mansalsmálsins í Vík

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði er mjög umfangsmikil. Búið er að yfirheyra á milli 12-14 einstaklinga og enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum í viðbót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×