Innlent

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi eldsvoðans.
Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi eldsvoðans. vísir/anton brink

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður gæsluvarðhald í tengslum við eldsvoðann á Grettisgötu 87 síðastliðiði mánudagskvöld. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Maðurinn var handtekinn í gærkvöldi. Í frétt MBL af málinu kemur fram að lögregla hafi borið kennsl á manninn á upptökum öryggismyndavéla í nágrenninu.

Til stendur að yfirheyra annan mann í tengslum við málið en báðir mennirnir hafa komið við sögu lögreglu áður.


Tengdar fréttir

Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87

Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira