Innlent

Einungis konur í áhöfn vélar Icelandair á alþjóðabaráttudegi kvenna

Atli Ísleifsson skrifar
Flugmenn vélarinnar í gær voru þær Margrét Elín Arnarsdóttir og Jenna Lilja Jónsdóttir sem var flugstjóri. Flugliðarnir voru þær Helga Ragnarsdóttir, Vigdís Braga Gísladóttir, Helga Björg Antonsdóttir, Birna Ruth Jóhannsdóttir og Thelma Ólafsdóttir.
Flugmenn vélarinnar í gær voru þær Margrét Elín Arnarsdóttir og Jenna Lilja Jónsdóttir sem var flugstjóri. Flugliðarnir voru þær Helga Ragnarsdóttir, Vigdís Braga Gísladóttir, Helga Björg Antonsdóttir, Birna Ruth Jóhannsdóttir og Thelma Ólafsdóttir. Mynd/Margrét Elín Arnarsdóttir

Konur skipuðu allar stöður í áhöfn vélar Icelandair sem flogið var til New York á alþjóðabaráttudegi kvenna í gær.

Í frétt á vefnum Allt um flug segir að áhöfnin hafi flogið vélinni Hengli (TF-FIX) sem sé lengsta Boeing 757 vélin í flota félagsins.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn þar sem áhöfn sé einungis skipuð konum hjá Icelandair. Þannig gerðist það í fyrsta sinn fyrir tilviljun þann 4. júlí 2013 þar sem flugmenn og flugliðar vélar Icelandair á leið til Heathrow-flugvallar í London voru konur.

Flugmenn vélarinnar í gær voru þær Margrét Elín Arnarsdóttir og Jenna Lilja Jónsdóttir sem var flugstjóri. 

Flugliðarnir voru þær Helga Ragnarsdóttir, Vigdís Braga Gísladóttir, Helga Björg Antonsdóttir, Birna Ruth Jóhannsdóttir og Thelma Ólafsdóttir. 
Fleiri fréttir

Sjá meira